Skemmdarvargar á Reyðarfirði

Það fer lítið fyrir hinum eina sanna jólaanda hjá þeim …
Það fer lítið fyrir hinum eina sanna jólaanda hjá þeim sem söguðu niður tréð í nótt. Mynd/lögreglan á Eskifirði

Lög­regl­an á Eskif­irði leit­ar nú að skemmd­ar­vörg­um sem gerðu sér lítið fyr­ir og söguðu í skjóli næt­ur niður um fimm metra hátt jóla­tré sem stóð við gatna­mót Árgötu og Búðareyri á Reyðarf­irði.

Jóla­tréð, sem þykir mikið bæj­ar­prýði, lá á hliðinni í morg­un þegar menn komu að því. Að sögn lög­reglu var einnig búið að vinna skemmd­ir á jólaseríu sem skreytti tréð.

Lög­regl­an biður þá sem búa yfir vitn­eskju um málið að hafa sam­band við lög­regl­una á Eskif­irði í síma 470-6130. 

Lögreglan segir að svona eigi ekki að sjást um jólin.
Lög­regl­an seg­ir að svona eigi ekki að sjást um jól­in. Mynd/​lög­regl­an á Eskif­irði
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert