800 tonn flugelda í loftið

Á milli 700 og 800 tonn af flugeldum verða til sölu fyrir áramótin, sem er hátt í tvö hundruð tonna aukning frá í fyrra. Um 8% hækkun hefur orðið í innkaupum og flutningi frá síðasta ári, sem skilar sér væntanlega í söluverði til almennings. Því má telja víst að landsmenn kaupi sér flugelda og fylgidót fyrir hundruð milljóna króna í ár, enda skotgleðin síst á undanhaldi ef marka má orð seljenda.

„Flugeldavinnan fór hægt af stað í ár því menn voru svo mikið í útköllum að þeir höfðu ekki orku í flugeldavinnuna fyrr en nú á allra síðustu dögum,“ segir Jón Ingi Sigvaldason, sölu- og markaðsstjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Um 100 björgunarsveitir innan vébanda félagsins eru með um helmings markaðshlutdeild í flugeldasölu. Stórar kökur munu vera vinsælastar og nýjung ársins hjá björgunarsveitum er sérstök áramótaraketta til að skjóta upp á miðnætti. Jón Ingi segir 70% flugeldasölu fara fram 30. og 31. desember, venju samkvæmt.  

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert