Ákveðið að úrelda sláturhúsið í Búðardal

Meirihluti sveitarstjórnar Dalabyggðar tók á fundi sínum skömmu fyrir jól ákvörðun um að úrelda sláturhúsið í Búðardal. Að sögn Gunnólfs Lárussonar sveitarstjóra þurfti að taka ákvörðun um málið þar sem frestur til að fá úreldingarstyrk frá landbúnaðarráðuneyti rennur út 31. desember næstkomandi.

Stóðu frammi fyrir þremur kostum

Sveitarstjórnin hafði í raun þrjá kosti; að úrelda sláturhúsið, auka hlutafé í því eða taka það til gjaldþrotaskipta. Hluthafar í því eru þrír, Dalabyggð með 60% eignarhlut, Byggðastofnun með 25% og Kaupfélag Skagfirðinga með 15%. „Það er alveg ljóst að ekki var vilji til að setja meira fé inn í fyrirtækið og því var það skárri kostur að úrelda en að setja félagið í gjaldþrot,“ segir Gunnólfur.

Hann kveður úreldingarstyrkinn að minnstu leyti renna til Dalabyggðar, sem þurfi að gefa eftir um 20 milljónir króna vegna sláturhússins. Byggðastofnun eigi fyrsta og annan veðrétt í húsinu og styrkurinn renni því að mestu þangað.

70 milljóna endurbætur gerðar fyrir þremur árum

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert