Gámar með sprengiefni fundust

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann í dag tvo gáma í Höfðahverfi í Reykjavík sem hafði verið stolið frá Jarðvélum ehf. fyrir jól. Í gámunum voru geymd sprengiefni og hvellhettur sem notað er til framkvæmda við breikkun Reykjanesbrautar.

Að sögn lögreglu fundust gámarnir eftir hádegi í dag. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort einhver eða einhverjir hafi verið handteknir í tengslum við málið. Rannsókn stendur yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert