Í dag mun fjöldi farþega um íslenska áætlunarflugvelli í fyrsta skipti fara yfir 500 þúsund á ársgrundvell. Er það um 17% aukning á milli ára en á síðasta ári fóru 426.785 farþegar með innanlandsflugi.
Samkvæmt upplýsingum frá Flugstoðum hefur fjölgun farþega einkum orðið á Reykjavíkurflugvelli, á Ísafirði, Akureyri og á Egilsstöðum.