Létust af völdum súrefnisskorts í lest

Banaslys varð um borð í togskipi, sem útgerðarfyrirtækið Fleur de Mer gerir út frá Marokkó, á jóladag. Tveir menn létust í slysinu, annar þeirra Íslendingur en hinn Marokkómaður. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er málið enn í rannsókn en eftir því sem næst verður komist varð slysið þannig að hinn síðarnefndi, sem var háseti, fór niður í lest skipsins til þess að þrífa, eins. Þar varð hann fyrir súrefnisskorti en óvíst er hvað olli slysinu.

Þegar hásetanum hafði dvalist óvenjulega lengi við verkið fór hinn íslenski starfsmaður að gá að honum og varð hann þá einnig fyrir súrefnisskorti. Að sögn Magnúsar Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Fleur de Mer, lítur út fyrir að Íslendingurinn hafi farið niður í lestina til þess að bjarga starfsfélaga sínum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert