Engar undantekningar frá íslenskum lögum

Barn talar við lamb sem slátra átti fyrir Eid al-Adha …
Barn talar við lamb sem slátra átti fyrir Eid al-Adha hátíðina í Najaf í Írak. AP

Deyðing lamba, sem slátrað er hér á landi að hætti mús­líma, fer að öllu leyti fram sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um og reglu­gerðum og ekki hafa verið veitt­ar nein­ar unda­náþagur frá þeim. Kvartað hef­ur verið við land­búnaðarráðuneytið yfir því að heim­ilað hafi verið að slátra lömb­um með þess­um hætti hér.

Ólaf­ur Friðriks­son, skrif­stofu­stjóri hjá  land­búnaðaráðuneyt­inu, seg­ir eng­ar beiðnir um und­anþágur hafa borist og hann telji  það liggja fyr­ir að bær­ist beiðni um slíka und­anþágu yrði hún ekki veitt.   

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Sig­urðar Arn­ar Hans­son­ar, dýra­lækn­is hjá Land­búnaðra­stofn­un, hef­ur Slát­ur­hús SS á Sel­fossi, eitt slát­ur­húsa hér á landi, heim­ild til slátr­un­ar að hætti mús­líma. Þá seg­ist hann vita fyr­ir víst að í öllu sé farið eft­ir gild­andi lög­um og regl­um þegar slík slátrun fari fram.

„Lömb­um er alltaf slátrað með lög­leg­um hætti," seg­ir hann. „Það eina sem geri slátrun fyr­ir þenn­an sér­staka hóp frá­brugðna ann­arri slátrun er það að í sér­stök­um til­fell­um fer fram ákveðin bless­un og bæna­gjörð í tengsl­um við slátr­un­ina." 

Sig­urður seg­ir um­rædda slátrun fara þannig fram að lömb­in séu svipt meðvit­und með rafdeyf­ingu með og síðan eru þau skor­in á háls og þeim látið blæða út.

Sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um ber að af­lífa dýr með skjót­um og sárs­auka­laus­um hætti og seg­ir Sig­urður umædda rafdeyf­ingu, sem fram fari með viður­kennd­um búnaði, gera gæfumun­inn varðandi það að slátr­un­in falli und­ir þetta laga­ákvæði.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert