Engar undantekningar frá íslenskum lögum

Barn talar við lamb sem slátra átti fyrir Eid al-Adha …
Barn talar við lamb sem slátra átti fyrir Eid al-Adha hátíðina í Najaf í Írak. AP

Deyðing lamba, sem slátrað er hér á landi að hætti múslíma, fer að öllu leyti fram samkvæmt íslenskum lögum og reglugerðum og ekki hafa verið veittar neinar undanáþagur frá þeim. Kvartað hefur verið við landbúnaðarráðuneytið yfir því að heimilað hafi verið að slátra lömbum með þessum hætti hér.

Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri hjá  landbúnaðaráðuneytinu, segir engar beiðnir um undanþágur hafa borist og hann telji  það liggja fyrir að bærist beiðni um slíka undanþágu yrði hún ekki veitt.   

Samkvæmt upplýsingum Sigurðar Arnar Hanssonar, dýralæknis hjá Landbúnaðrastofnun, hefur Sláturhús SS á Selfossi, eitt sláturhúsa hér á landi, heimild til slátrunar að hætti múslíma. Þá segist hann vita fyrir víst að í öllu sé farið eftir gildandi lögum og reglum þegar slík slátrun fari fram.

„Lömbum er alltaf slátrað með löglegum hætti," segir hann. „Það eina sem geri slátrun fyrir þennan sérstaka hóp frábrugðna annarri slátrun er það að í sérstökum tilfellum fer fram ákveðin blessun og bænagjörð í tengslum við slátrunina." 

Sigurður segir umrædda slátrun fara þannig fram að lömbin séu svipt meðvitund með rafdeyfingu með og síðan eru þau skorin á háls og þeim látið blæða út.

Samkvæmt íslenskum lögum ber að aflífa dýr með skjótum og sársaukalausum hætti og segir Sigurður umædda rafdeyfingu, sem fram fari með viðurkenndum búnaði, gera gæfumuninn varðandi það að slátrunin falli undir þetta lagaákvæði.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert