Country Hótel Anna fékk verðlaun Ferðamálastofu

Verðlaunahafarnir ásamt Magnúsi Oddssyni, ferðamálastjóra, sem afhenti verðlaunin.
Verðlaunahafarnir ásamt Magnúsi Oddssyni, ferðamálastjóra, sem afhenti verðlaunin.

Country Hótel Anna á Moldnúpi undir Eyjafjöllum fékk umhverfisverðlaun Ferðamálastofu  í dag. Hótelið, sem starfað hefur frá árinu 2002, er í gömlu húsi, sem var byggt 1927. Það er talið minnsta þriggja stjörnu hótel á landinu með 5 tveggja manna herbergjum.

Ferðamálastofa óskaði eftir tilnefningum til umhverfisverðlaunanna og bárust 6 tilnefningar. Í rökstuðningi með vali Country Hótel Önnu segir m.a. að frá árinu 2003 hafi fyrirtækið unnið að því að aðlaga starfsemi sýna umhverfisstjórnun og árið 2004 hafi skrefið verið stigið og farið að vinna eftir viðmiðum Green Globe 21. Árið 2006 fékk hótelið vottun Green Globe 21 á umhverfisstefnu sinni.

Hótelið er í eigu hjónanna Eyju Þóru Einarsdóttur og Jóhanns Frímannssonar, ábúanda á Moldnúpi. Hótelið var opnað í byrjun júlí árið 2002 og ber nafn Sigríðar Önnu Jónsdóttur, verkakonu, vefara og fjósakonu með meiru.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert