Hífður upp úr vök

Maðurinn var fluttur á Landspítala í Fossvogi.
Maðurinn var fluttur á Landspítala í Fossvogi. mbl.is/Jón Svavarsson

Þyrla Landhelgisgæslunnar náði nú fyrir skömmu manni upp úr vök á Másvatni á Mýrum og er að flytja hann á Landspítalann Fossvogi. Maðurinn, sem er á sjötugsaldri, komst ekki upp úr vökinni af eigin rammleik. Hann náði hins vegar í símasambandi við björgunarmenn.

Maðurinn var á ferð á vélsleða þegar ísinn gaf sig. Hann var einn á ferð en gat hringt eftir hjálp þrátt fyrir að vera hálfur ofan í vatninu. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu var nokkuð af manninum dregið en ekki var vitað nánar um líðan hans. Hann var hífður upp í þyrluna úr vökinni.

Félagar í björgunarsveitinni Brák í Borgarfirði komu á staðinn á svipuðum tíma og þyrlan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert