Litlar sem engar breytingar hafa orðið á fylgi stjórnmálaflokkanna í desember ef marka má Þjóðarpúls Gallup. frá síðustu mælingu. Sama gildir um viðhorf til ríkisstjórnarinnar, en hún nýtur nú stuðnings 77% svarenda.
Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist nú ríflega 40%, Samfylkingin mælist með rúmlega 30% fylgi, Vinstrihreyfingin-grænt framboð með ríflega 15%, Framsóknarflokkurinn tæplega 9% fylgi, Frjálslyndi flokkurinn ríflega 4% og Íslandshreyfingin-lifandi land tæplega 1%.Rúmlega 16%svarenda taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og 6% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosningar færu fram í dag.
Um er að ræða niðurstöðu úr símakönnun, sem Capacent Gallup gerði dagana 28. nóvember til 27. desember. Svarhlutfall var ríflega 60%, úrtaksstærð 4409 manns. Vikmörk eru 0,5-2%.