Meira fjármagn þarf til löggæslumála

Fjölmenni var á fundi Lögreglufélags Reykjavíkur í kvöld.
Fjölmenni var á fundi Lögreglufélags Reykjavíkur í kvöld. Mbl/RAX

Fullt var út úr dyrum á félagsfundi Lögreglufélags Reykjavíkur sem haldinn var í húsi BSRB fyrr í dag. Formaður LR segir menn mest hafa kvartað undan miklu vinnuálagi og þá í samhengi við mannfæð innan lögreglunnar. 

Óskar Sigurpálsson, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, segir enga eiginlega niðurstöðu af fundinum, aðra en að í sameiningu verði tekið á vandanum. Það hafi menn verið sammála um.

Spurður út í hvaða úrræði séu fyrir hendi segir Óskar að þau séu engin nema komi til meira fjármagn til löggæslumála. „Ég held að menn hafi ekki séð neina aðra raunhæfa lausn. Embættið er rekið með halla og við erum of fá. Það þarf því meira fjármagn til að ráða fleira fólk.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert