Nýr kjarasamningur Landssambands smábátaeigenda og Sjómannasambands Íslands var tekinn til afgreiðslu á aðalfundi Sjómannadeildar Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis í gærkvöldi og samþykktur samhljóða.
Fram kemur á heimasíðu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum, að fundarmenn hafi fagnað samningnum enda ekki verið til kjarasamningur fyrir smábátasjómenn fram að þessu.
Smábátaútgerð hefur verið mjög vaxandi á félagssvæðinu og því töldu fundarmenn mikilvægt að í gildi væri samningur um kjör og réttindi smábátasjómanna.