Stórkostlegur Strokkur

Strokkur að gjósa.
Strokkur að gjósa. mbl.is/RAX

Ferðamálanetsvæðið IgoUgo, sem er í eigu Travelocity, hefur valið þá tíu ferðamannastaði, sem taldir séu þeir umhverfisvænstu í heiminum. Meðal þeirra er goshverinn Strokkur í Haukadal.

Listinn er settur saman af ritstjórum IgoUgo sem fóru yfir dagbókarfærslur nokkurra af 350 þúsund áskrifenda netsíðunnar og ummæli ferðamanna.

Strokkur er í 9. sæti á listanum en um hann segir: „Strokkur er í  heimkynnum hins upprunalega geysis.Hann er virkasti goshverinn þar þessa stundina og mannfjöldinn getur fylgst með sjóðandi vatninu lyftast og hníga... þar til loks það rís í blágrænum boga og lifnar síðan við í 10 metra háum vatns- og gufustróki. Stórkostlegt!"

Aðrir áfangastaðir á listanum eru m.a. kóralrif á Jómfrúreyjum, sæskjaldbökuskoðun í Sri Lanka, regnskógar í Dóminika og rekaviðarþorp í Alaska.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka