Landspítali mun ekki kaupa þjónustu af hjúkrunarfyrirtækjum frá og með áramótum, ákveðin starfsemi verður flutt út úr spítalanum, m.a. til nágrannasjúkrahúsanna, þjónustustig mun í einhverjum tilfellum lækka og ýtrasta aðhalds verður gætt við kaup og notkun S-merktra lyfja.
Þessar aðgerðir eru á meðal þeirra sem sjúkrahúsið þarf að fara í á næsta ári til að lækka kostnað við rekstur spítalans frá yfirstandandi ári um 600-700 milljónir eða sem nemur 2%.
Stjórnvöld ákváðu að styrkja rekstrargrunn spítalans um einn milljarð króna í fjárlögum næsta árs en þegar miðað er við rekstrarkostnað þessa árs þarf að minnka kostnað um ofangreind 2%.