Landspítalinn þarf að hagræða um 600-700 milljónir króna

Land­spít­ali mun ekki kaupa þjón­ustu af hjúkr­un­ar­fyr­ir­tækj­um frá og með ára­mót­um, ákveðin starf­semi verður flutt út úr spít­al­an­um, m.a. til ná­granna­sjúkra­hús­anna, þjón­ustu­stig mun í ein­hverj­um til­fell­um lækka og ýtr­asta aðhalds verður gætt við kaup og notk­un S-merktra lyfja.

Þess­ar aðgerðir eru á meðal þeirra sem sjúkra­húsið þarf að fara í á næsta ári til að lækka kostnað við rekst­ur spít­al­ans frá yf­ir­stand­andi ári um 600-700 millj­ón­ir eða sem nem­ur 2%.

Stjórn­völd ákváðu að styrkja rekstr­ar­grunn spít­al­ans um einn millj­arð króna í fjár­lög­um næsta árs en þegar miðað er við rekstr­ar­kostnað þessa árs þarf að minnka kostnað um of­an­greind 2%.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka