Tugir þúsunda fá enga launahækkun

Tugþúsund­ir ein­stak­linga fá enga kaup­hækk­un í janú­ar næst­kom­andi. Þetta á við um þær stétt­ir fólks sem hafa nú lausa kjara­samn­inga. Á sama tíma hækka laun æðstu ráðamanna þjóðar­inn­ar og annarra sem að heyra und­ir Kjararáð um tvö pró­sent.

Hækk­un­in 1. janú­ar næst­kom­andi verður sú þriðja sem aðKjararáð ákv­arðar á einu ári. Fyrsta janú­ar 2007 úr­sk­urðaði kjararáð um 2,9 pró­sent hækk­un til þeirra sem að und­ir ráðið heyra. Sú hækk­un var sú sama og stór hluti launþega Alþýðusam­bands Íslands fékk á sama tíma.

Kjararáð ákvað síðan að hækka laun aft­ur 1. júlí síðastliðinn. For­seti Íslands, alþing­is­menn og ráðherr­ar fengu þá 2,6 pró­senta hækk­un og breyt­ing­ar voru gerðar á laun­um annarra sem und­ir kjararáð heyra.

Skúli Thorodd­sen fram­kvæmda­stjóri Starfs­greina­sam­bands­ins seg­ir að ná­lægt 34 þúsund manns inn­an sam­bands­ins verði kjara­samn­ings­laus­ir 1. janú­ar næst­kom­andi. „Við mun­um að sjálf­sögðu líta til þess­ara hækk­ana Kjararáðs í kjara­samn­ings­gerðinni sem er framund­an. Það hef­ur auðvitað verið um­tals­vert launa­skrið í þjóðfé­lag­inu og ég geri ráð fyr­ir því að kjararáð sé meðal ann­ars að elta það launa­skrið með þess­um hækk­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert