Tugir þúsunda fá enga launahækkun

Tugþúsundir einstaklinga fá enga kauphækkun í janúar næstkomandi. Þetta á við um þær stéttir fólks sem hafa nú lausa kjarasamninga. Á sama tíma hækka laun æðstu ráðamanna þjóðarinnar og annarra sem að heyra undir Kjararáð um tvö prósent.

Hækkunin 1. janúar næstkomandi verður sú þriðja sem aðKjararáð ákvarðar á einu ári. Fyrsta janúar 2007 úrskurðaði kjararáð um 2,9 prósent hækkun til þeirra sem að undir ráðið heyra. Sú hækkun var sú sama og stór hluti launþega Alþýðusambands Íslands fékk á sama tíma.

Kjararáð ákvað síðan að hækka laun aftur 1. júlí síðastliðinn. Forseti Íslands, alþingismenn og ráðherrar fengu þá 2,6 prósenta hækkun og breytingar voru gerðar á launum annarra sem undir kjararáð heyra.

Skúli Thoroddsen framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að nálægt 34 þúsund manns innan sambandsins verði kjarasamningslausir 1. janúar næstkomandi. „Við munum að sjálfsögðu líta til þessara hækkana Kjararáðs í kjarasamningsgerðinni sem er framundan. Það hefur auðvitað verið umtalsvert launaskrið í þjóðfélaginu og ég geri ráð fyrir því að kjararáð sé meðal annars að elta það launaskrið með þessum hækkunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert