Skemmdarverk með flugeldum

Tilkynnt var til lögreglunnar á Suðurnesjum í dag, að skemmdarverk hafði verið unnið á stálkassa sem í er tölvubúnaður fyrir sjálfsafgreiðslu í ísstöðinni í Grindavík. Þarna hafði flugeldur verið settur aftan við stálkassann og kveikt í og sprengt með þeim afleiðingum að hugbúnaður skemmdist. Lögreglan segir að ekki sé vitað hver eða hverjir voru þarna að verki.

Þá tóku lögreglumenn á eftirliti eftir því, að búið var að sprengja póstkassa við Íslandspóst við Víkurbraut í Grindavík. Þarna hafði einnig verið settur flugeldur í kassann og hann sprengdur. Ekki er vitað hverjir  voru að verki.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert