Skemmdi ljósaskreytingar í kirkjugarði

Frá Reykjanesbæ
Frá Reykjanesbæ mbl.is/Helgi Bjarnason

Lögreglan á Suðurnesjum handtók 17 ára ölvaðan dreng klukka 3 í nótt á Hátúni í Reykjanesbæ, þar sem hann var að berja á glugga íbúðarhúss með merktum leiðiskrossi. 

Við nánari skoðun kom í ljós að dregnurinn hafði verið í kirkjugarðinum við Aðalgötu, þar sem hann hafði skemmt ljósaskreytingar á 13 leiðum í garðinum og tekið einn merktan leiðiskross.  Einnig hafði hann brotið stóra rúðu í nýja kirkjugarðshúsinu í garðinum. 

Drengurinn var handtekinn og færður í fangahús og bíður yfirheyrslu seinna í dag þegar runnin er af honum ölvunarvíman.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert