Stolið frá lögreglunni

mbl.is/Júlíus

Óprútt­inn aðili stal svo­kölluðu díóðuljósi frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um í gær­kvöldi er lög­reglu­menn voru að störf­um á Grinda­vík­ur­vegi þar sem um­ferðarslys hafði orðið.

Lög­regl­an notaði ljós­in á vett­vangi í gær til að vara veg­far­end­ur við slys­inu, en ljós­in voru lögð á Grinda­vík­ur­veg. Þar hafði ökumaður misst stjórn á bif­reið sinni og hafnað utan veg­ar. Ökumaður­inn var flutt­ur með sjúkra­bif­reið á Lands­spít­al­ann við Foss­vog til skoðunar.  Hann er ekki tal­inn mikið slasaður.  Tveir farþegar í bif­reiðinni voru flutt­ir á Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja til skoðunar og fóru þeir til síns heima að henni lok­inni.

Þegar lög­regl­an var að taka sam­an ljós­in var búið að stela einu ljós­inu af vett­vangi.  Að sögn lög­reglu eru þessi ljós mjög sér­stök, flöt með blá blikk­andi díóðuljós­um.  Þau eru mjög sterk þannig að óhætt er að aka yfir þau.  Þau eru geymd í hleðslutösku í lög­reglu­bíl­um og eru gagns­laus þeim sem hef­ur ekki slíka tösku. 

Lög­regl­an biður þann sem tók ljósið að koma því til lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um því hér er um að ræða mjög mik­il­væg­an ör­ygg­is­búnað bæði fyr­ir veg­far­end­ur og lög­reglu­menn á vett­vangi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert