Stormi spáð á öllu landinu

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar verða í viðbragðsstöðu í nótt.
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar verða í viðbragðsstöðu í nótt. mbl.is/Golli

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sé viðvörun en búist er við stormi eða roki á öllu landinu á morgun og mikilli rigningu á sunnanverðu landinu.

Gert er ráð fyrir suðaustan 10-15 m/s og dálítilli snjókomu á vestanverðu landinu, en hægara og skýjuðu austan til. Hvessir í nótt, suðaustan 23-28 m/s á morgun, hvassast vestan til fyrir hádegi, en austanlands síðdegis. Slydda og síðar rigning, mikil rigning sunnanlands. Hægt hlýnandi veður, hiti 3 til 8 stig síðdegis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka