Björgunarsveitir að ná til ferðalanganna

Einn snjóbílanna gerður klár í leiðangurinn.
Einn snjóbílanna gerður klár í leiðangurinn. Sigurður Ó. Sigurðsson

Björgunarsveitir eru nú að koma að ferðalöngum sem hafa setið fastir í bílum sínum við Langjökul frá því í gær. Ferð sveitanna hefur tekið um átta klukkustundir enda færðin afar slæm og veður afleitt. Mælst hafa vindhviður sem eru yfir 70 m/sek á leiðinni.

Um er að ræða ellefu manna hóp sem hélt á jökulinn á sjö bílum í gær. Ekkert mun ama að fólkinu sem hefur þjappað sér saman í þrjá bíla.

Björgunarsveitarmenn eru á sérútbúnum jeppabifreiðum en auk þeirra eru þrír snjóbílar notaðir til að sækja fólkið.

.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert