Enn bætir í vind á Austurlandi

Björgunarsveitarmenn hafa haft í nógu að snúast í Reykjanesbæ í …
Björgunarsveitarmenn hafa haft í nógu að snúast í Reykjanesbæ í dag. mbl.is/Hilmar Bragi

Enn er óveður um allt land. Heldur hefur lægt á suð-vesturhorninu en á Austurlandi er enn að hvessa, að sögn Samhæfingarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð.

Töluverður vatnselgur er á götum á höfuðborgarsvæðinu og hefur verið mikill vatnselgur verið á Kringlumýrarbraut í Fossvogsdag, en þar hefur verið töluverð truflun á umferð.  Einnig er hringtorg við Klapparhlíð í Mosfellsbær ófært vegna vatnselgs.
 
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að huga vel að niðurföllum við húsakynni sín og einnig huga vel að miklu regnvatni á götum, því það eru ýmsir staðir á höfuðborgarsvæðinu sem töluverður vatnselgur er á og gæti verði varasamur fyrir ökumenn.
 
Töluvert álag er búið að vera hjá Neyðarlínu, Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra, almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, starfsmönnum Vegagerðar og borgarstarfsmanna, lögreglu og slökkviliði höfuðborgarsvæðisins svo og björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu.

Slökkvilið og björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu eru nú að sinna fjölmörgum útköllum vegna vatnsflóðs og hefur ekki tekist að sinna öllum beiðnum.
 
Útköll björgunarsveita vegna foks og vatnstjóns hafa verið auk höfuðborgarsvæðisins á Suðurnesjum, Akranesi, Borgarnesi, Búðardal, Blönduós, Selfoss, Egilstöðum, Sauðárkrókur og Akureyri
 
Veðurspá gerir ráð fyrir stormi eða roki í dag og fram á kvöld. Í kvöld má búast við að vindur snúist til suð-vesturs og þá hvessi aftur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert