Jeppaferðalangar komnir til byggða

Einn snjóbílanna sem tók þátt í björgunarleiðangrinum á Langjökul.
Einn snjóbílanna sem tók þátt í björgunarleiðangrinum á Langjökul. Sigurður Ó. Sigurðsson

Jeppaferðalangarnir 11 sem björgunarsveitarmenn komu til bjargar á Langjökli í dag komust til byggða um kl. 16 í dag. Hluti hópsins fór til Reykholts en aðrir héldu áfram til Reykjavíkur.

Fólkið var að ferðast á sjö jeppum á jöklinum en festu sig í vonskuveðri. Að sögn lögreglu er jepparnir enn á jöklinum og verða þeir sóttir síðar. 

Björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitunum Ok og Heiðari komu fólkinu til aðstoðar á jeppum og snjóbíl. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert