Kjallarar víða fullir af vatni

Svona var umhorfs á Kringlumýrarbraut fyrr í dag.
Svona var umhorfs á Kringlumýrarbraut fyrr í dag. mbl.is/Ómar

Víða hefur flætt inn í kjallara á höfuðborgarsvæðinu og hafa slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn haft í nógu að snúast við að aðstoða við að losa stífluð niðurföll og dæla vatni. Skemmdir hafa orðið í verslun Intersport við Bíldshöfða í Reykjavík, en talsvert flæddi inn í kjallara verslunarinnar.

Þá hafa björgunarsveitarmenn einnig þurft að dæla vatni úr bát sem liggur bundinn við Reykjavíkurhöfn.

Samkvæmt upplýsingum frá Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð er umferð aftur orðin eðlileg um Kringlumýrarbrautina, en hún var lokuð í aðra áttina um tíma vegna vatnselgs.

Björgunarsveitarmenn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa þurft að sinna verkefnum víða um Norðurlans, s.s. Húsavík, Akureyri og á Sauðárkróki. Auk þess hefur nóg að gera um allt Vesturland og allt austur að Hvolsvelli. 

Umferð á Kringlumýrarbrautinni í dag.
Umferð á Kringlumýrarbrautinni í dag. mbl.is/Ómar
Götur í Mosfellsbæ líkjast lækjum í dag.
Götur í Mosfellsbæ líkjast lækjum í dag. mynd/Heiða Sigrún Andrésdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert