Kópavogslækur flæðir yfir bakka sína

mbl.is/Jóhann Hansen

Kópavogslækur hefur flætt yfir bakka sína. Venjulega er lækurinn um einn metri á breidd en er nú tugir metrar þar sem hann er breiðastur.

Stíflan við Hafnarfjarðarveg, sem gerð var til að mynda tjörn, hleypir ekki
nógu miklu vatni í gegn niður til sjávar þannig að mikið stöðuvatn hefur
myndast.

Niðurföll hafa ekki undan og flæðir skítur og pappír upp úr og niður í
tjörnina þar sem venjulega eru börn að gefa öndunum.

Bílakjallarar í Lækjarsmára eru einnig fullir af vatni þannig að forða hefur
þurft bílum upp úr þeim.

mbl.is/Jóhann Hansen
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert