Lögregla varar við vatnselg á götum

Björgunarsveitarmenn hafa haft í nógu að snúast í Reykjanesbæ í …
Björgunarsveitarmenn hafa haft í nógu að snúast í Reykjanesbæ í dag. vf.is/Hilmar Bragi

Lögregla varar vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu við miklum vatnselg á götum þar sem frárennslislagnir hafa ekki undan. Vatnselgurinn skapar hættu og dæmi er um bifreiðar hafi stöðvast í stórum pollum sem hafa myndast. Biður lögregla fólk um að fara varlega.

Fífuhvammsvegi við Smáralind hefur verið lokað vegna vatnselgs og í athugun er hvort loka þurfi fleiri götum á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert