„Munum varla eftir öðru eins veðri"

Frá Reykjanesbæ fyrr í dag.
Frá Reykjanesbæ fyrr í dag. vf.is/Hilmar Bragi

Þrá­inn Sig­valda­son, sem er í svæðis­stjórn Slysa­varn­ar­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar, sagði í viðtali við blaðamann mbl.is nú í kvöld  að ekki væri vitað til þess að slys hefðu orðið á mönn­um eða skepn­um í óveðrinu sem nú geng­ur yfir Aust­ur­land. Hann seg­ir menn þó vart muna eft­ir öðru eins veðri og að raf­magns­leysi hafi gert aðstæður enn erfiðari á Héraði en ella.

Þrá­inn sagði um 50 manns vinna að því að aðstoða fólk á Héraði og að björg­un­ar­sveit­ar­menn þar hafi farið í um 40 út­köll frá því um klukk­an hálf sjö í kvöld. Þá sagði hann aðallega vera um fok frá vinnusvæðum að ræða og að hann vissi til þess að hús og bíll hefðu orðið fyr­ir skemmd­um vegna foks. Einnig sagði hann út­lit fyr­ir að tölu­verðar skemmd­ir hefðu orðið á gróður­húsi Nýja Barra í Fella­bæ. Það verði hins veg­ar kannað bet­ur þegar veðrið gangi niður. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert