Veður er að miklu leyti gengið niður við Faxaflóa og orðið ferðafært að sögn Vegagerðarinnar. Hinsvegar er enn varað við óveðri sumstaðar á Vestfjörðum og Norðurlandi, sem og á Austur og Suðausturlandi.
Það eru hálkublettir á Hellisheiði en hálka og jafnvel flughálka í uppsveitum Suðurlands. Þá er enn nokkur hálka á Vesturlandi, einkum á Snæfellsnesi og í Dölum.
Á Vestfjörðum er þungfært á Klettshálsi en þæfingsfærð á Kleifaheiði og
víðar í Barðastrandarsýslu. Flughált er í Ísafjarðardjúpi, Steingrímsfjarðarheiði og á Ströndum.
Óveður er víða á Norður- og Norðausturlandi og sumstaðar nokkur hálka. Á Austurlandi er hálka og skafrenningur á allflestum vegum en flughált víða
á Suðausturlandi.