Rafmagn komið á að nýju á Egilsstöðum

Rafmagn er komið á að nýju á Egilsstöðum en þar var rafmagnslaust í 3,5 tíma. Rafmagnsleysið mátti rekja til bilunar í tengivirki við Eyvindará.

Mikið hefur verið um útköll hjá björgunarsveitum á Fljótdalshéraði síðdegis í dag og í kvöld en ekkert meiriháttar tjón hefur orðið vegna veðurofsans þar eystra. Eitthvað tjón varð í nýbyggðu húsi gróðrarstöðvarinnar Barra í Fellabæ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert