Unnið við erfiðar aðstæður

Langjökull.
Langjökull. mbl.is/Loftmyndir ehf.

Björg­un­ar­sveit­irn­ar Ok og Heiðar eru nú um fimm km frá fólki sem er sit­ur fast á Lang­jökli, n.t.t. um 700 metra ofan skál­ann Jaka. Af­taka­veður er á jökl­in­um og mæl­ist vind­hraðinn á bil­inu 50 til 60 metr­ar á sek­úndu. Í hviðum hef­ur vind­hraðinn farið upp í 100 m/​s sam­kvæmt vind­mæli snjó­bíls.

Tveir jepp­ar frá björg­un­ar­sveit­inni Ok, með fimm manns inn­an­borðs, og snjó­bíll frá björg­un­ar­sveit­inni Heiðari, með tveim­ur inn­an­borðs, berj­ast nú í gegn­um óveðrið á jökl­in­um. Tveir snjó­bíl­ar frá Reykja­vík hafa jafn­framt lagt af til aðstoðar þeim sem þegar eru á jökl­in­um.

Þeir eru ný­farn­ir af stað aft­ur, en beðið var við Geit­landsá eft­ir að veðrið myndi ganga aðeins niður. Snjó­bíll­inn komst ekki yfir brúna og fór því á ís yfir ána. Að sögn Davíðs Ólafs­son­ar, hjá björg­un­ar­sveit­inni Ok, tók kröft­ug­lega í jepp­ana er þeir fengu öfl­uga vind­hviðu á sig þegar þeir voru að aka yfir yfir brúna. „Þetta er rosa­legt veður,“ sagði hann í sam­tali við mbl.is.

Auk hvassviðris er ofan­koma mik­il og skyggni því mjög slæmt. Ekki er út­lit fyr­ir að veðrið muni lag­ast í bráð.

Björg­un­ar­sveit­ar­menn­irn­ir eru í tal­stöðvar­sam­bandi við fólkið á jökl­in­um. Það var á ferðalagi á sjö jepp­um. Það hef­ur nú komið sér fyr­ir í einni bif­reið til þess að halda sér hita, en það hef­ur setið fast í all­an nótt.

Bú­ist er við því að björg­un­araðgerðirn­ar muni standa yfir í all­an dag. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert