Verktakar með boltann

Bæjaryfirvöld verða að hafa stjórnina, verða að vita hvert á að stefna og hvernig þau vilja hafa þetta samfélag, samsetningu þess og umhverfi, en mega ekki láta teyma sig eftir fermetrum og magni, segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, í viðtali við Morgunblaðið.

Gunnar telur skipta verulegu máli að bæjaryfirvöld leiði vinnu við skipulagsmál. „Verktakar og aðrir hagsmunaaðilar eiga oft land eða kaupa það og hafa sínar hugmyndir um nýtingu þess og þá fer kannski byggingamagn og annað að ráða miklu meira ferðinni en einhver heildarsýn. [...] Mér hefur fundist, þegar ég er farinn að kafa betur ofan í þessi mál, að verktakar geti ráðið hér fullmiklu. Það kemur kannski til af því að þeir eru gjarnan með boltann í höndunum og hafa bæði kraft og tíma til að hugsa og framkvæma,“ segir Gunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert