Vindur yfir 90 metrar á sekúndu

Vindhraði fór yfir 90 metra á sekúndu í hviðum í Vatnsskarði eystra á Austurlandi upp úr klukkan 16 í dag ef marka má sjálfvirkt línurit sem birt er á vefsíðu Vegagerðarinnar. Meðalvindhraði var á sama tíma um 50 metrar á sekúndu.

Heldur hefur lægt þar undir kvöld og vindhraði er þar nú um 30 metrar á sekúndu. Vindhraði á fjallvegum eystra er víða milli 20 og 30 metrar á sekúndu um þessar mundir.

Línurit Veðurstofunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert