Í gamlárshlaupi ÍR voru 411 þátttakendur að þessu sinni og sagði Fríða Rún Þórðardóttir hlaupstjóri að fólk hefði verið að drífa að fram á síðustu stundu og því hefði ræsingu hlaupsins seinkað um 7 mínútur. Það var Kári Steinn Karlsson, Breiðabliki sem sigraði í karlaflokki eins og undanfarin ár.
Fríða Rún sagði að þátttakan hefði farið framúr björtustu vonum miðað við veðurspá en þetta var í 32. skiptið sem þetta 10 km hlaup var haldið.
Verðlaunasætin voru þessi:
1. Kári Steinn Karlsson, Breiðablik á 32,16 mínútum.
2. Þorbergur Ingi Jónsson, Breiðablik á 34,08.
3. Sigurður Hansen, Laugaskokk á 37,13.
Í kvennaflokki:
1. Íris hanna Skúladóttir, Fjölni á 38,34 mínútum.
2. Arndís Ír Hafsteinsdóttir, Fjölnir á 40,32.
3. Sigurbjörg Eðvarðsdóttir, ÍR á 43,28.