Engar brennur í Reykjavík

Það verða engar brennur á Höfuðborgarsvæðinu þessi áramótin.
Það verða engar brennur á Höfuðborgarsvæðinu þessi áramótin. Brynjar Gauti

Það verða eng­ar ára­móta­brenn­ur á höfuðborg­ar­svæðinu í kvöld. Þetta er ákvörðun sem slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu tók í sam­ráði við lög­reglu og veður­fræðing fyr­ir skömmu. „Það hef­ur eng­inn gam­an af að horfa á lá­rétt­ar brenn­ur," sagði Árni Ómar Árna­son varðstjóri slökkviliðsins.

„Það er al­veg pottþétt, það verða eng­ar brenn­ur í kvöld en málið verður at­hugað með nýrri veður­spá að morg­un," sagði Árni Ómar í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins fyr­ir skömmu.

Miðað er við 15 sek­úndu­metra vind, en ekki er talið óhætt að kveikja í ára­móta­brenn­um í vindi sem fer yfir þau mörk, sem er sama veðurhæð og þeir sem stýra bygg­inga­krön­um miða við. 

Í frétt sem birt­ist á frétt­asíðu Fljóts­dals­héraðs seg­ir að ára­móta­brenna verði venju sam­kvæmt á nes­inu norðan við gamla Blóma­bæ á Eg­ils­stöðum, á gaml­árs­dag. Eld­ur verður bor­inn að brenn­unni kl. 16.30, sem er fyrr en venju­lega. Stuttu síðar fer fram flug­elda­sýn­ing í um­sjón Björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Héraðs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert