Haldið í hefðina

Sundkapparnir fjórir sem syntu áramótasundið að þessu sinni.
Sundkapparnir fjórir sem syntu áramótasundið að þessu sinni. mynd/Páll Sigurður Björnsson

Hið árlega áramótasund Íslendinga í Sønderborg á Jótlandi í Danmörku fór fram kl 12 að staðartíma í dag.  Heldur kalt var að synda því lofthiti var um 5°C en mældur hiti sjávar var 6°C. Áramótasund Íslendinga í bænum hefur verið árviss viðburður frá árinu 1999.

Fylkir Sævarsson var upphafsmaður sundsins en hann var fjarri góðu gamni að þessu sinni. Þeir Kjartan Magnússon, Leifur Bjarki Björnsson, Snorri Jónsson  og Sveinn héldu hins vegar uppi  merkinu.

Syntir voru um 200 metrar en aðspurðir sögðust sundgarparnir vera orðnir volgir þegar þeir voru að ljúka sundi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert