Það eru hálkublettir á öllu Suðurlandinu og eru Reykjanesbraut og
Hellisheiði þar með talin.
Á Vesturlandi er hálka og éljagangur á Holtavörðuheiði. Hálkublettir eru á
Fróðárheiði og Vatnaleið annars er hálka og hálkublettir á stöku stað.
Á Vestfjörðum er þungfært á Klettshálsi og snjóþekja á
Steingrímsfjarðarheiði en mokstur stendur yfir. Mokstur stendur einnig
yfir á Kleifaheiði en þar er þæfingur. Hálkublettir eru í Ísafjarðardjúpi
en annarsstaðar er hálka og hálkublettir.
Hálkublettiri eru víðast hvar á Norðurlandi. Þó er hálka og éljagangur á
Öxnadalsheiði og hálka á Vatnsskarði.
Á Austurlandi er snjóþekja á Möðrudalsöræfum en mokstur stendur yfir. Hálka er á Fagradal og á Fjarðarheiði en annars eru sumstaðar hálkublettir. Verið er að moka Vatnsskarð eystra. Öxi er lokuð, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.