Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, segir á vef sínum að honum sé efst í huga um áramót þakklæti til þeirra, sem læknuðu hann af lungnameini á fyrrihluta ársins. Án atbeina þeirra og hæfileika sæti hann ekki hér í dag.
„Undarlegast hefur mér þótt að fylgjast
með þeim, sem virðast ekki geta unnt mér neins og leggja á mig fæð
opinberlega, án þess að ég hafi hið minnsta gert á þeirra hlut. Ef
einhver ætti jafnöfluga lækningu við þeim leiða kvilla þessara manna og
við lungnameini mínu, yrði það mér gleðiefni á nýju ári," að því er segir á vef Björns Bjarnasonar.