Maður ársins valinn á Stöð 2

Fíkniefnadeild lögreglunnar og Tollgæslan hlutu titilinn í ár.
Fíkniefnadeild lögreglunnar og Tollgæslan hlutu titilinn í ár. mbl.is/Jim Smart

Fréttastofa Stöðvar 2 valdi fíkniefnagæslu landsins sem mann ársins. Það er að segja Tollgæslan og fíkniefnadeild lögreglunnar sem þykir hafa staðið sig með ágætum þetta árið. Þetta val verður tilkynnt í þættinum Kryddsíld sem fór í loftið fyrir skömmu.

Steingrímur Ólafsson fréttastjóri Stöðvar 2 sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að starfsmenn fréttastofunnar hefðu farið yfir helstu fréttir síðastliðins árs og komist að þessari niðurstöðu.

„Það eru fordæmi fyrir því að velja stofnun sem mann ársins, einu sinni varð Landhelgisgæslan til dæmis fyrir valinu," sagði Steingrímur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert