Þeir sem koma eftir jól fá rosasölu

Reuters

„Þeir sem koma fyrstu fjórtán dagana eftir áramót fá rosasölu,“ sagði Samúel Hreinsson, framkvæmdastjóri fiskmarkaðarins í Bremerhafen í Þýskalandi, en lítið framboð er jafnan á karfa eftir jólin á fiskmörkuðum í Þýskalandi. Von er á togaranum Sunnu til Bremerhafen 6. janúar.

„Menn eru að fá svona um það bil 300 kr. fyrir kílóið þessa daga, en eftir 20. janúar lækkar verðið niður í 180-190 krónur,“ sagði Samúel.

Hann sagði að útgerðarmenn á Íslandi væru líka að landa afla í gáma og senda út til að nýta sér þetta góða verð.

Samúel sagði að svipuð verðhækkun ætti sér líka stað í kringum páska, en aðra daga ársins væru markaðir í jafnvægi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert