Sex leituðu á slysavarðstofu Landspítala háskólasjúkrahúss í nótt vegna meiðsla sem rekja má til flugelda. Ekki var um nein alvarleg meiðsl að ræða og er þetta heldur færri flugeldaslys en undanfarin ár. Þá leituðu um sextíu manns til bráðamóttöku vegna annarra meiðsla en á síðasta ári leituðu um 80 manns þangað vegna áfloga og slysa á nýársnótt.
Samkvæmt upplýsingu vakthafandi læknis á slysadeild var nóttin annasöm en þó ívið rólegri en nýársnætur hafa verið að undanförnu. Að þessu sinni komu flest tilfellin upp á skemmri tíma en oft áður á nýársnótt og flugeldaslysin komu öll upp á fyrri helming nætur.