15 létust í umferðarslysum

15 manns létust í 15 umferðarslysum á nýliðnu ári eða rúmlega helmingi færri en árið á undan, en þá lést 31. Um var að ræða 13 ökumenn bíla eða bifhjóla, 1 farþega og einn gangandi vegfaranda. 12 karlar, 2 konur og eitt barn létust.

Á árinu 2006 létust 20 karlar og 11 konur. Í þremur tilvikum árið 2007 var um bifhjólaslys að ræða og jafnoft létust erlendir vegfarendur. Nær helmingur látinna óku útaf vegi, 7 létust í árekstrum og í einu tilviki var ekið á gangandi vegfaranda. 14 slysanna urðu í dreifbýli og eitt í þéttbýli, samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu.

Eins og fyrr segir lést eitt barn, fjögurra ára drengur, einn var á aldrinum 17 til 20 ára, einn 21 til 24 ára, 9 á aldrinum 25 til 64 ára og þrír 65 ára og eldri. Flestir létust í júlí og október eða 3 talsins, 2 í mars, 2 í ágúst, september og nóvember. Einn lést í desember af völdum slyss sem átti sér stað síðasta dag nóvembermánaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert