Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða konu 4,3 milljónir króna í bætur vegna tjóns sem hún varð fyrir þegar dróst að aflétta þrýstingi af taugarót eftir brjósklosaðgerð. Konan krafðist 12,3 milljóna í bætur.
Konan gekkst fyrst undir aðgerð á Landspítala í febrúar árið 2000 og síðan aftur í apríl sala ár. Konan höfðaði mál og krafðist þess að viðurkennd yrði bótaskylda sjúkrahússins en konan hlaut varanlega örorku, sem metin er á 20%. Héraðsdómur féllst á þá kröfu konunnar árið 2006 og Hæstiréttur staðfesti þann dóm í síðasta ári.