Ný virkjunarleið á teikniborðinu

ÞÞorsteinn Ingi Sigfússon
ÞÞorsteinn Ingi Sigfússon Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Með ÞVÍ að beita nýrri tækni, svokallaðri osmósutækni, væri hægt að framleiða jafnmikla orku og Íslendingar framleiddu um síðustu aldamót, eða um sjö teravattstundir. Miklir möguleikar liggja á þessu sviði og í þessu mati er lagt til grundvallar að aðeins um fimmtungur þeirrar orku sem nýja osmósuaðferðin býður upp á hér á landi yrði nýttur til orkuvinnslu.

Þetta kemur fram í grein Þorsteins Inga Sigfússonar, prófessors og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvarinnar, NMÍ, í Morgunblaðinu í dag, þar sem segir að NMÍ hyggist rannsaka þessa virkjunarleið í samvinnu við Landsvirkjun, Vatnamælingar, Raunvísindastofnun og norska orkurisann Statkraft.

Nýja tæknin snýst um að aðskilja vatn og sjó með himnum sem hafa osmótíska eiginleika og framkalla þannig mikinn þrýsting sjávarmegin við himnuna.

Þennan þrýsting má svo beisla við orkuvinnslu og er áætlað að við ósa Þjórsár væri hægt að virkja 360 MW með þessari aðferð. Nýja aðferðin felur ekki í sér jafnmikla röskun á landi og hefðbundnar vatnsaflsvirkjanir. | 35

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert