Tilnefnd til Eyrarrósarinnar

Karlakórinn Heimir, tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður og Safnasafnið eru tilnefnd til Eyrarrósarinnar í ár. Eyrarrósin er sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni og verður hún afhent á Bessastöðum fimmtudaginn 10. janúar.

Eitt verkefnanna þriggja hlýtur Eyrarrósina; fjárstyrk að upphæð 1,5 milljón króna og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eignar. Hin tvö hljóta 200 þúsund króna framlag, að því er segir í tilkynningu. Öll verkefnin hljóta að auki tíu flugferðir frá Flugfélagi Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert