Æ dýrara í rekstri

Bessastaðir.
Bessastaðir. mbl.is


Kostnaður við rekstur embættis forseta Íslands hefur aukist um 142 prósent
að raunvirði síðan Ólafur Ragnar Grímsson tók við embættinu. Í ríkisreikningi fyrir árið 1995 kemur fram að kostnaður vegna embættisins hafi verið 50 milljónir króna að verðgildi þess árs sem jafngildir um 81 milljón króna á núverandi verðlagi. Á fjárlögum fyrir árið í ár er kostnaðurinn áætlaður 196,4 milljónir króna.


Ólafur Ragnar var kjörinn forseti árið 1996 með tæplega 41 prósenti
atkvæða. Hann tilkynnti í nýársávarpi sínu á þriðjudag að hann ætlaði sér
að bjóða sig aftur fram.


24 stundir sögðu frá því í lok október síðastliðins að forsetinn hefði
farið í sextán ferðir til útlanda á árinu í opinberum erindagjörðum. Hann
hafði þá eytt 98 dögum á erlendri grund á árinu 2007. Þá eru ekki taldar
með þær ferðir sem hann fór í einkaerindum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert