Ástandið í Nairobi versnar

Maður hleypur til að sækja vatn en á bak við …
Maður hleypur til að sækja vatn en á bak við hann brennur verslun í Nairobi. Reuters

Þórunn Helgadóttir, sem rekur barnaheimili í Nairobi í Kenía á vegum barnahjálpar ABC, komst í gærkvöld heim frá Tansaníu með talsverðar birgðir af mat og öðrum nauðsynjum.

Hún segir að ástandið í hverfinu og þó einkum í fátækrahverfum í grennd við heimilið sé slæmt og fari versnandi, víða liggi lík í skurðum eftir átök glæpagengja sem sum séu gerð út af stjórnarliðum og stjórnarandstæðingum.

Samkvæmt upplýsingum frá ABC er ástandið í Nairobi  afar slæmt. Fólk hefur verið innilokað á heimilum sínum matarlaust í marga daga, flestar verslanir eru lokaðar og þær sem eru opnar selja mat á uppsprengdu verði. Þórunn segir, að skortur sé á öllu, jafnvel vatni en reynt sé að liðsinna eins mörgum og unnt sé.

Fjöldi kvenna með börn hafa leitað til ABC heimilisins eftir hjálp og er heimilið að fyllast af flóttafólki sem misst hefur heimili sín. Börnin voru meðal annars byrjuð að reisa tjöld á lóð barnaheimilisins til að veita nauðstöddum skjól.

Rætt verður nánar við Þórunni í Morgunblaðinu á morgun.

Þórunn Helgadóttir rekur barnaheimili í Nairobi í Kenía á vegum …
Þórunn Helgadóttir rekur barnaheimili í Nairobi í Kenía á vegum barnahjálpar ABC
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert