Hvattir til að kæra veggjakrot

Piltarnir tveir, sem handteknir voru í fyrrinótt grunaðir um stórfellt veggjakrot í miðbæ Reykjavíkur, kannast við að hafa valdið stórum hluta af því, að sögn lögreglu. Samband hefur verið haft við eigendur tuga húseigna sem urðu fyrir barðinu á skemmdarvörgunum, einkum við Laugaveginn, og þeir hvattir til að leggja fram kærur og bótakröfur.

Lögreglan ber þetta mál einnig saman við eldri óupplýst mál. Piltarnir eru 17 og 18 ára og eru sakhæfir. Barnaverndaryfirvöld koma þó að málinu þar sem meintur brotamaður eru undir lögaldri.

Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að um stórtjón sé að ræða. Hann segir einnig að eigendur hafi vikufrest til að leggja fram kæru.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert