Í opnu bréfi til iðnaðarráðherra harmar stjórn Kvennanefndar Verkfræðingafélags Íslands að gengið hafi verið fram hjá Ragnheiði I.Þórarinsdóttur, aðstoðarorkumálastjóra, við skipan í stöðu orkumálastjóra. Í bréfinu segir meðal annars að samkvæmt jafnréttisáætlun iðnaðarráðuneytis skuli taka mið af jafnréttissjónarmiðum og að kynjunum skuli ekki mismunað með neinum hætti.
Þar kemur jafnframt fram að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007 segir að stefnt skuli að því að jafna stöðu kvenna og karla í nefndum og stjórnunarstörfum á vegum ríkisins.
Í bréfinu segir: „Af þeim gögnum sem fyrir liggja er með engu móti annað séð en að Ragnheiður hafi verið a.m.k. jafnhæfur umsækjandi og Guðni. Sorglegt er að ráðherra flokks sem sagt hefur að jafnréttismál yrðu sett efst á dagskrá, í nýhöfnu stjórnarsamstarfi, hafi ekki nýtt hér gullið tækifæri til að láta verkin tala.”
Undir bréfið rita:
Arna S. Guðmundsdóttir formaður
Msc. byggingarverkfræði
Guðrún Hallgrímsdóttir
Dipl.Ing. matvælaverkfræði
Jóhanna H.Árnadóttir
Msc.rekstrarverkfræði
Kolbrún Reinholdsdóttir
Msc. rafmagnsverkfræði
Sveinbjörg Sveinsdóttir