Súfistinn hefur hætt rekstri í húsnæði Máls og menningar

Frá kveðjuathöfn á Súfistanum
Frá kveðjuathöfn á Súfistanum mbl.is/Golli

Fjölmennt kveðjuhóf fór fram í húsnæði Máls og menningar í gær en Súfistinn hefur hætt þar rekstri. Áætlað er að um og yfir tvö hundruð manns á öllum aldri hafi tekið þátt í kveðjuathöfninni.

„Það sást blika tár á hvarmi,“ segir Hjörleifur Valsson fiðluleikari, sem sett hafði saman menningarveislu fyrir vini Súfistans á þessum tímamótum.

Í samtali við Morgunblaðið segir Birgir Finnbogason, eigandi Súfistans, að sig langi til þess að koma upp menningarhúsi undir Súfistann í Reykjavík þar sem áhersla verði á menningartengda viðburði og kaffidrykkju en ekki bjórþamb. Hann segist því opinn fyrir öllum hugmyndum um nýtt húsnæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert