Varað við hreindýrum vegna þoku

mbl.is/Sverrir Aðalsteinsson

Á Norðaustur- og Austurlandi er víðast autt en hálkublettir á Biskupshálsi og Möðrudalsöræfum. Hálka er á Fjarðarheiði og á Öxi. Vegna spár um mikla þoku þá varar Vegagerðin ökumenn við ferðum hreindýra.

Greiðfært er á Suður- og Suðausturlandi. Dimm þoka er á Hellisheiði og í Þrengslum. Á Vesturlandi er greiðfært, fyrir utan að það er flughálka á Laxárdalsheiði og hálka í vestanverðum Hrútafirði. Á Vestfjörðum er hálka og hálkublettir. Flughálka er á flestum fjallvegum á Vestfjörðum. Á Norðurlandi er víðast hvar autt en sumstaðar hálka og hálkublettir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert