Hillary Clinton er komin til New Hampshire þar sem næstu forkosningar vegna forsetakjörsins í Bandaríkjunum fara fram. Úrslitin þar gætu ráðið meiru um forsetadrauma hennar en tapið í Iowa í gær, segir Steinn Jóhannsson stjórnmálafræðingur.
Úrslitin í Iowa, þar sem Clinton varð í þriðja sæti en Barak Obama í því fyrsta, hafi komið á óvart að því leyti hve sigur Obamas hafi verið stór. Hann hlaut 37,58% atkvæða, John Edwards hlaut 29,75% og Clinton 29,47.
Clinton kvaðst í dag bjartsýn á framhaldi og staðráðin í að hefja kosningabaráttu um land allt. Aðstoðarmenn hennar spáðu því að framundan væri langvinn baraátta um útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins.
„Hillary Clinton mun verða frambjóðandi flokksins,“ sagði kosningastjóri hennar, Terry McAuliffe.
Forkosningarnar fara fram í New Hampshire á þriðjudaginn.